Um okkur

Arnar Þór Jónsson hrl., eigandi

Arnar Þór Jónsson er fæddur í Vestmannaeyjum 2. maí 1971. Hann er kvæntur Hrafnhildi Sigurðardóttur og eiga þau fimm börn.

Arnar Þór lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, cand. jur. gráðu frá Háskóla Íslands 1997, LL.M. gráðu frá Cambridgeháskóla 2004 og diplómanámi í sálgæslu frá EHÍ 2020. Á fyrri stigum dvaldi Arnar auk þess tvisvar við skiptinám erlendis, þ.e. í Denver 1988-1989 og í Vínarborg 1996-1997.

Arnar er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur (2018-2021). Hann var áður kennari og fræðimaður við Háskólann í Reykjavík (2011-2018), lögmaður 2005-2011, settur héraðsdómari (2004-2005, 2014 og 2015), aðstoðarmaður hæstaréttardómara (2000-2004), lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu (1999-2000) og dómarafulltrúi (1997-1999).

Arnar ólst upp í Garðabæ og býr þar enn. Hann hefur gefið út tvær bækur og ritað tugi greina í blöð og tímarit um lög og lögfræði. Arnar var metinn hæfur sem dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2018. Hann varð hæstaréttarlögmaður 2011. Hann hefur átt sæti í fjölda úrskurðar- og stjórnsýslunefnda. Arnar var formaður starfsmenntunarsjóðs dómara (2016-2018), formaður siðanefndar Læknafélags Íslands frá 2018-2021, ritstjóri Tímarits Lögréttu (2014-2018) og hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi. Hann hefur flutt fjölda erinda og fræðilegra fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis.

Arnar er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Áhugi Arnars á tengslum laga og samfélags hefur orðið honum hvatning til stíga út á þann vettvang. Hann vill standa vörð um burðarstoðir lýðveldisins og þann lýðræðislega grunn sem þar er lagður. Arnar telur brýnt að Íslendingar axli ábyrgð á eigin framtíð með öllu sem í því felst. Í því skyni vill hann hvetja til virks tjáningarfrelsis og málefnalegrar umræðu, lýðræðislegs aðhalds og valdtemprunar, varðstöðu um sjálfsákvörðunarréttinn og standa gegn hvers kyns óþarfri íhlutun ríkisvalds.

Logi Kjartansson lögfræðingur, fulltrúi

Lauk embættisprófi í lögfræði við lagadeild Háskóla Íslands vorið 2007.

Starfaði sem lögfræðingur í umhverfisráðuneytinu frá 2007-2010. Lögfræðingur og kennari í lögfræðigreinum við Lögregluskóla ríkisins frá 2010-2014 og auk þess lögfræðingur á stjórnsýsluviði ríkislögreglustjóra frá 2012-2013. Rannsóknir og fræðileg ritun á sviði lögregluréttar við lögregluskólann og síðan lagadeild H.Í. með tilstyrk Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 2014-2016. Í embætti hjá lögreglustjóranum á Austurlandi frá 2016-2022. Lögfræðingur og fulltrúi Arnars Þórs Jónssonar hrl. á lögmannstofunni Griffon frá því í mars 2022.

Helstu fræðiskrif: Lögregluréttur – kennslurit (útgefið af Lögregluskóla ríkisins 2012).