Arnar Þór Jónsson hrl., eigandi
Arnar Þór Jónsson er fæddur í Vestmannaeyjum 2. maí 1971. Hann er kvæntur Hrafnhildi Sigurðardóttur og eiga þau fimm börn.
Arnar Þór lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, cand. jur. gráðu frá Háskóla Íslands 1997, LL.M. gráðu frá Cambridgeháskóla 2004 og diplómanámi í sálgæslu frá EHÍ 2020. Á fyrri stigum dvaldi Arnar auk þess tvisvar við skiptinám erlendis, þ.e. í Denver 1988-1989 og í Vínarborg 1996-1997.
Arnar er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur (2018-2021). Hann var áður kennari og fræðimaður við Háskólann í Reykjavík (2011-2018), lögmaður 2005-2011, settur héraðsdómari (2004-2005, 2014 og 2015), aðstoðarmaður hæstaréttardómara (2000-2004), lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu (1999-2000) og dómarafulltrúi (1997-1999).
Arnar ólst upp í Garðabæ og býr þar enn. Hann hefur gefið út tvær bækur og ritað tugi greina í blöð og tímarit um lög og lögfræði. Arnar var metinn hæfur sem dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík árið 2018. Hann varð hæstaréttarlögmaður 2011. Hann hefur átt sæti í fjölda úrskurðar- og stjórnsýslunefnda. Arnar var formaður starfsmenntunarsjóðs dómara (2016-2018), formaður siðanefndar Læknafélags Íslands frá 2018-2021, ritstjóri Tímarits Lögréttu (2014-2018) og hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi. Hann hefur flutt fjölda erinda og fræðilegra fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis.