Hundarnir, myndasafn, sřningar, ŠttbŠkur...Kettirnir, myndasafnUm Brynju og fjölskylduSkrifa­u endilega Ý gestabˇkina!Ţmsar greinar eftir BrynjuMinning um fallna vini┴hugaver­ir tenglar  

Griffon I Hvolparnir I Hinir hundarnir I Sýningar I Ættbækur I Myndasafn I Fyrstu dýrin

INTUCH ISCH Bjarkeyjar Saga
(1999 - 2008)


Ljósmynd: Johan Frick Meijer.
Fleiri myndir af Sögu

Boxertíkin Bjarkeyjar Saga var mikill hefðarhundur, bæði stolt og ákveðin (eða frek, eftir því hvernig menn líta á málið).

Hún kom til okkar vorið 1999, átta vikna gömul og var frá upphafi ákaflega glaðlynd og mjög hænd að öllum í fjölskyldunni.
Hún hafði mikið varðeðli og henni líkaði illa við að ókunnir kæmu að húsinu, hvort sem þeir voru að færa okkur póst, selja okkur eitthvað, eða tæma ruslatunnurnar hjá okkur.

Þetta ágæta fólk reyndi hún að hrekja á brott með öflugu gelti og var örugglega sannfærð um að það væri sér að þakka að blessað fólkið væri ekki búið að marg brjótast inn hjá okkur! Mér finnst stundum eins og Saga hafi litið á sjálfa sig sem lífrænt ræktaða þjófavörn!

Gekk vel á sýningum
Saga var, á sínum yngri árum, ákaflega sigursæl á sýningum HRFÍ, líkt og sum systkini hennar undan INTUCH ISCH Snarestone Ambassador og ISCH Skelder Silence Is Golden sem voru í eigu Bjarkeyjar-ræktunar www.sperdill.is.

Meðal alsystkina hennar eru sigursælasti boxerhundur allra tíma á Íslandi, ISW-01 ISW-03 INTUCH ISCH Bjarkeyjar Patrick Joe (fæddur 1998), ISCH Bjarkeyjar Snilld (fædd 1999) og ISCH Bjarkeyjar Tumi Þumall (fæddur 2000).
Bestum árangri á sýningum náði Saga árið 2002, þegar hún var stigahæsti boxerhundur ársins og í 3. – 5 sæti yfir stigahæstu hunda ársins af öllum tegundum.

Vert er að geta þess að Saga var fyrsti boxerhundurinn á Íslandi sem fékk alþjóðlegan meistaratitil eftir að hafa fengið 4 alþjóðleg meistarastig á sýningum, auk þess að hafa lokið skapgerðarmati og prófum í hlýðni og spori, í samræmi við þær vinnuprófskröfur sem nú eru gerðar til meistara á Íslandi.

Þessar kröfur voru ekki gerðar á þeim tíma sem Saga náði sem bestum árangri í sýningarhringnum, en ég vildi að hún stæðist kröfur um vinnupróf áður en sótt yrði um alþjóðlegan meistaratitil.

Eitt lítið ævintýr. . .
Saga eignaðist óvart blendingshvolpa árið 2004. Einum var lógað vegna skapgerðarbresta árið 2005 og sama ár var öðrum lógað vegna viðvarandi og ólæknandi flogaveiki. Þrír hvolpanna lifa hinsvegar góðu lífi með fjölskyldum sínum, þeir Depill, Chico og Lúkas.

Eftir þetta óæskilega ástarævintýri fór Saga í ófrjósemisaðgerð enda stóð ekki til að rækta undan henni.

Heilsufari Sögu var þannig háttað:
• Niðurstöður úr mjaðmamyndum: D
• Niðurstöður úr olnbogamyndum: A
• Augnskoðun árið 2003: Engin merki um arfgenga sjúkdóma.
• Demodex canis – húðsjúkdómur, hugsanlega arfgengur, á vægu stigi þegar hún var innan við ársgömul.
• Bráðaofnæmi – hugsanlega fyrir litarefnum í nagbeinum.
• Æxlismyndun og ofvöxtur í gómi á efri árum.
• Hjartaskoðun árið 2007: Engin merki um hjartasjúkdóma.

Hundar sem vilja gleðja
Boxerhundum virðist í blóð borið að vilija gleðja eigendur sína og þeir eru tilbúnir að ganga býsna langt til þess að ná því markmiði sínu. Það sýndi Saga og sannaði, bæði á sýningum og í vinnuprófum. En umfram allt naut hún þess að vera fjölskyldumeðlimur, líkt og önnur dýr á heimilinu.

Sögu leið best heima með fjölskyldu sinni, enda eru boxerhundar sérlega tryggir og góðir fjölskylduhundar. Best leið henni uppi í sófa við fætur eigenda sinna eða úti í gönguferð með þeim og hinum hundunum.

Hún hafði unun af því að fara í sumarbústaðinn sem er við Þingvallavatn, en þaðan fann hún sér margar spennandi gönguleiðir milli þess sem hún yljaði sér við arineldinn.

Sögu samdi vel við nýja hunda sem komu á heimilið, enda samþykktu þeir hana sem hæstráðandi hund á heimilinu.
Saga var skólabókardæmi um dásamlegan heimilishund sem stenst kröfur um vinnueiginleika, lunderni og útlit sem gerðar eru til íslensks og alþjóðlegs meistara af þessari tegund.


© Halastjörnu-ræktun. Allur réttur áskilinn.
Vinsamlegast virðið höfundarrétt og getið heimilda ef þið notið efni af síðunni.
Ef þú rekst á mynd sem varin er af höfundarrétti, vinsamlegast tilkynntu okkur það og við fjarlægjum myndina eins fljótt og auðið er.
Ef þú hefur ábendingar um það sem betur mætti fara á síðunni okkar, þiggjum við góðar ábendingar með þökkum.
Vefsíða: Anja B. Kristinsdóttir