Hundarnir, myndasafn, sřningar, ŠttbŠkur...Kettirnir, myndasafnUm Brynju og fjölskylduSkrifa­u endilega Ý gestabˇkina!Ţmsar greinar eftir BrynjuMinning um fallna vini┴hugaver­ir tenglar  Karlinn á Halastjörnu


Sjá myndasafn Ragnars

Ragnar Sigurðsson fæddist í Reykjavík árið 1960. Hann hafði frá unga aldri mikla ánægju af samvistum við dýr og stundaði fjölskyldan hestamennsku í fjölmörg ár.

Fyrsti hundur Ragnars var minkahundur af óljósum uppruna, sem líklega var terrierblendingur og hét Táta.

Eftir að Ragnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund, lá leið hans til Noregs þar sem hann lagði stund á stærðfræðinám með framhaldsnám í veðurfræði í huga.

Nokkrum árum síðar, þegar honum leiddist námið tók hann þá ákvörðun að leggjast í ferðalög. Leiðin lá til Asíu og ferðaðist Ragnar um Austurlönd nær og fjær í fjölmörg ár. Á þeim tíma kynnti hann sér hugleiðslu, jóga og austræn trúarbrögð, sem honum eru, enn þann dag í dag, mjög hugleikin. Hann átti meðal annars þátt að reisa tíbetska stúpu sem stendur í Kópavogi.

Þegar Ragnar fluttist aftur til Íslands, hóf hann nám í nuddi og vann sem nuddari um árabil.

Árið 1997 skipti hann um starfsvettvang og hóf störf við tryggingasölu. Hann vinnur nú sem trygginga- og viðskiptaráðgjafi hjá Verði, en heldur auk þess reglulega námskeið í nuddi.

Ragnar hefur vanið öll dýr heimilisins á nudd og það er svo merkilegt að dýrin biðja hann um nudd ef á þarf að halda, t.d. eftir erfiðar göngur.

Til baka á fólkið

© Halastjörnu-ræktun. Allur réttur áskilinn.
Vinsamlegast virðið höfundarrétt og getið heimilda ef þið notið efni af síðunni.
Ef þú rekst á mynd sem varin er af höfundarrétti, vinsamlegast tilkynntu okkur það og við fjarlægjum myndina eins fljótt og auðið er.
Ef þú hefur ábendingar um það sem betur mætti fara á síðunni okkar, þiggjum við góðar ábendingar með þökkum.
Vefsíða: Anja B. Kristinsdóttir