Hundarnir, myndasafn, sřningar, ŠttbŠkur...Kettirnir, myndasafnUm Brynju og fjölskylduSkrifa­u endilega Ý gestabˇkina!Ţmsar greinar eftir BrynjuMinning um fallna vini┴hugaver­ir tenglar  

Griffon I Hvolparnir I Dvergschnauzer I Sýningar I Ættbækur I Myndasafn I Fyrstu dýrin

Á forsíðu

C.I.B. SUCH ISCH Vendettas Overlord (Ove f. 15. jan. 2005)

Hvolpar:

Halastjörnu-hvolpar, f. 5. janúar 2008: Ættbók hvolpanna

Myndaalbúm: Brynfríður Borubratta, Sera Sófus, Herra Hannes

Halastjörnu-hvolpar, f. 13. ágúst 2009: Ættbók hvolpanna

Rosetopps-hvolpar, f. 29. júní 2008. Ættbók hvolpanna.

Rosetopps-hvolpar, f. 25. maí 2009. Ættbók hvolpanna

 

Fleiri myndir af Ove

C.I.B. Such Isch Vendettas Overlord er dags daglega kallaður Ove og hann kom til okkar tveggja ára gamall haustið 2007 frá Vendettas-ræktuninni í Svíþjóð, www.vendettas.se.

Klara Hafsteinsdóttir hjá Rosetopps-ræktun, www.rosetopps.is er meðeigandi Ove. Hún á mjög fallega stríhærða griffontík frá sama ræktanda, Vendettas Mirage. Við Klara fórum saman til Svíþjóðar til að sækja Ove og áttum góðan tíma í Uppsala með honum í nokkra daga fyrir heimkomuna. Ég held að það hafi verið mikilvægur tími, enda þekkti Ove okkur báðar eftir einangrunina.

Ove er ákaflega dagfarsprúður og ljúfur stríhærður griffon. Hann er hlédrægur gagnvart fólki sem hann þekkir ekki, en allt annað en hlédrægur í samskiptum við þá sem hann þekkir og treystir.

Hann krefst þess að fá sinn skammt af klappi og knúsi og linnir ekki látum fyrr en hann hefur fengið „skammtinn sinn”.
Blíðari hund en Ove er vart hægt að hugsa sér og honum lyndir mjög vel við hin dýrin á heimilinu.

Ove á það sameiginlegt með hinum hundunum að njóta þess að hlaupa frjáls úti í náttúrunni, ekki síst þegar vel viðrar. Honum leiðist rok og rigning, en lætur sig þó hafa það, ef nauðsyn krefur!

Ove hafði, þar til hann kom til Íslands, búið hjá ræktandanum í Svíþjóð ásamt bróður sínum, pabba, afa og tíkunum á heimilinu.
Ég átti allt eins von á að hann yrði lengi að aðlagast nýju heimili, þar sem hann var orðin tveggja ára þegar hann kom til Íslands, en aðlögun tók ótrúlega skamman tíma og Ove var snöggur að mynda tengsl við fólk og önnur dýr á heimilinu og enn fljótari að apa eftir þeim „góða” siði eins og að stökkva upp í sófa!

  • Augnskoðun í október 2007, maí 2009: Engin merki um arfgenga augnsjúkdóma.
  • Hnéskeljar í janúar 2008: Engin merki um hnéskeljalos (0/0)
  • Tennur: Fulltenntur. Framtennur: 6/6

© Halastjörnu-ræktun. Allur réttur áskilinn.
Vinsamlegast virðið höfundarrétt og getið heimilda ef þið notið efni af síðunni.
Ef þú rekst á mynd sem varin er af höfundarrétti, vinsamlegast tilkynntu okkur það og við fjarlægjum myndina eins fljótt og auðið er.
Ef þú hefur ábendingar um það sem betur mætti fara á síðunni okkar, þiggjum við góðar ábendingar með þökkum
Vefsíða: Anja B. Kristinsdóttir.