Hundarnir, myndasafn, sřningar, ŠttbŠkur...Kettirnir, myndasafnUm Brynju og fjölskylduSkrifa­u endilega Ý gestabˇkina!Ţmsar greinar eftir BrynjuMinning um fallna vini┴hugaver­ir tenglar  

Kisa I Myndasafn I

Á forsíðu


Kettirnir okkar

Síamslæðurnar Freyja, Gríma og Tína voru af gömlum stofni sem minnti á síamsketti og voru ættbókarfærðar sem slíkar, en hefðu aldrei náð árangri á sýningum með þeim síamsköttum sem nú eru til á Íslandi.

Þær voru hver um sig ákaflega merkilegar kisur, sérvitrar og sérkennilegar. Þeim líkaði ekki vel við önnur dýr og þegar boxertíkin Saga flutti á heimilið 1999, ákváðu þær að flytja sig að mestu leyti inn í baðherbergisskáp – að minnsta kosti meðan hundurinn var vakandi.

Freyja veiktist og dó árið 1996, sex ára gömul. Tína dó 14 ára árið 2005 og skömmu síðar dó Gríma. Það var furðulegt að hafa engan kött á heimilinu og ákveðið að við fengjum okkur ekki annan kött.

En svo bregðast krosstré sem önnur tré og þegar fjölskyldan hitti Kisu (Somali-læðu sem heitir Sól úr Geysi í ættbók), var skipt um skoðun og Kisa flutti til okkar snemma árs 2006.

KisaTil baka á forsíðu


© Halastjörnu-ræktun. Allur réttur áskilinn.
Vinsamlegast virðið höfundarrétt og getið heimilda ef þið notið efni af síðunni.
Ef þú rekst á mynd sem varin er af höfundarrétti, vinsamlegast tilkynntu okkur það og við fjarlægjum myndina eins fljótt og auðið er.
Ef þú hefur ábendingar um það sem betur mætti fara á síðunni okkar, þiggjum við góðar ábendingar með þökkum.
Vefsíða: Anja B. Kristinsdóttir