Hundarnir, myndasafn, sřningar, ŠttbŠkur...Kettirnir, myndasafnUm Brynju og fjölskylduSkrifa­u endilega Ý gestabˇkina!Ţmsar greinar eftir BrynjuMinning um fallna vini┴hugaver­ir tenglar  

Griffon I Hvolpar I Sýningar I Ættbækur I Myndasafn I Fyrstu dýrin

Á forsíðu

Helguhlíðar Þorgerður Katrín (Kata, f. 20. maí 2007)

Fleiri myndir af Kötu

Litla svarta og silfurlita dvergschnauzertíkin okkar, hún Kata, eins og hún er kölluð dags daglega, er sannkallaður gleðigjafi. Hún er ótrúlega námfús og skemmtileg í daglegri umgengni og hefur mikla útgeislun.

Kata ólst upp fyrstu átta vikurnar með nokkrum schnauzerhundum, enskum pointer og írskum setterhundum hjá Helguhlíðarræktun Hún var því orðin býsna veraldarvön þegar hún kom til okkar, enda tók það hana um 30 sekúndur að aðlagast nýju heimili.

Kata er mikill dugnaðarforkur, jafnt innan dyra sem utan, og duglegust hundanna að fara út í hvaða veður sem er.

Hún gætir þess meðal annars að heimilisfólkið gangi frá sokkunum sínum, því annars stelur hún þeim og fer með í bælið sitt eða dreifir um húsið! Af sömu einurð sér hún til þess að menn skilji ekki eftir mat á eldhúsborðinu, eða dót á víðavangi!

Ekki vantar vakteðlið í Kötu og hún lætur í sér heyra ef einhver ókunnugur kemur of nálægt yfirráðarsvæði hennar.

Þetta mikla nafn hæfir Kötu vel, enda er á ferðinni afar sterkur persónuleiki. Hún er stútfull af sjálfstrausti, hugrekki og frumkvæði.

Hún kom í heiminn þegar sjálfstæðisflokkurinn lagði fram ráðherralista sinn í maí 2007 og á listanum var ein kona.
Í systkinahópi Kötu var ein tík, Þorgerður Katrín. Þarfnast nafnið frekari útskýringa?


© Halastjörnu-ræktun. Allur réttur áskilinn.
Vinsamlegast virðið höfundarrétt og getið heimilda ef þið notið efni af síðunni.
Ef þú rekst á mynd sem varin er af höfundarrétti, vinsamlegast tilkynntu okkur það og við fjarlægjum myndina eins fljótt og auðið er.
Ef þú hefur ábendingar um það sem betur mætti fara á síðunni okkar, þiggjum við góðar ábendingar með þökkum.
Vefsíða: Anja B. Kristinsdóttir