Hundarnir, myndasafn, sřningar, ŠttbŠkur...Kettirnir, myndasafnUm Brynju og fjölskylduSkrifa­u endilega Ý gestabˇkina!Ţmsar greinar eftir BrynjuMinning um fallna vini┴hugaver­ir tenglar  

Svartur pug var notaður við ræktun griffon-hunda, einkum til að tryggja stutt trýni og hreinan lit í svarthærðum griffon-hundum. Þessi tiltekna tík heitir Seloy Sorte Sara og hefur ekkert komið við sögu griffon-ræktunar, enda átti þessi kynblöndun sér stað fyrir margt löngu.
Stiklað á stóru
úr ræktunarmarkmiði griffon-hunda

Griffon er upprunninn í Belgíu og á 19. öld voru rauðbrúnir (ruby) King Charles spaniel-hundar og svartir pug-hundar notaðir í kynbótarskyni, til að dýpka rauðan og svartan feldlit og jafnframt til að tryggja svipsterka ásjónu hundanna.

Griffon er þéttur á velli, þótt hann sé smávaxinn og hann er þyngri en hann lítur út fyrir að vera (3,5 – 6 kg.).

Griffon er stoltur, námfús, glaðlyndur og vökull hundur sem hænist mjög að eiganda sínum. Hann hefur ríkt vakteðli.

Höfuðið er hlutfallslega stórt og gróskumikið skeggið á stríhærðum hundum setur sterkan svip á ásjónu þeirra, sem er nánast mannleg.

Trýnið er stutt og breitt (ekki lengra en 1,5 sentímetri). Áhersla er lögð á að nasir séu víðar, til að tryggja eðlilega öndun og þar með heilbrigði og lífsgæði hundsins.

Nefbroddur vísar uppá við og ef horft er beint framan á hundinn, á nefbroddur að vera á milli augnanna, ekki fyrir neðan augun.
(Þess ber að gæta að ef mynd er tekin ofan á griffon-hund, virðist nefbroddurinn vera of neðarlega. Til að sjá hvort n
efbroddur er á réttum stað er nauðsynlegt að horfa beint framan á hundinn, en ljósmyndarar huga ekki alltaf að þessu.)

Einlitur King Charles Spaniel (ruby) er einn af forfeðrum griffon-hunda. Þessir hundar hafa einstaklega fallegan rauðbrúnan lit og stutt, breitt trýni sem þótti eftirsóknarvert við ræktun griffon-hundanna.

Griffon hefur undirbit (skúffu) og eiga varirnar að liggja þétt saman þannig að hvorki sjáist í tennur né tungu ef munnur er lokaður. Kjálki er breiður og sömuleiðis gómur. Áhersla er lögð á að hundurinn hafi sex framtennur bæði í efri og neðri gómi.

Augun eru stór og kringlótt, dökkbrún að lit og helst á ekki að sjást í hvítuna.

Eyrun eru lítil, ofarlega á höfði, en þó þannig að gott bil sé á milli þeirra. Þau eru hálfupprétt og falla beint fram.

Skottrót er ofarlega og hundurinn ber skottið hátt. Skott á ekki að hringast yfir bak né snerta bakið.

(Tiltölulega stutt er síðan skott- og eyrnastífingar voru bannaðar í nágrannalöndum okkar og raunar eru þær enn leyfðar í sumum löndum. Þetta gerir að verkum að ræktendur hvarvetna í heiminum eru enn að vinna að því að rækta fram eyrna- og skottstöðu í samræmi við ræktunarmarkmið, en dómarar hafa flestir ákveðið að sýna umburðarlyndi hvað þetta varðar, hjá griffon-hundum rétt eins og öðrum tegundum, sem tíðkast hefur að eyrna- og skottstífa í áranna rás.)

Feldur stríhærðra hunda er stríður sem þýðir að feldhárin eru stíf, og feldurinn svolítið liðaður, en þó ekki hrokkinn. Þeir hafa einnig undirfeld og þessa hunda þarf að snyrta (reita).

Feldur snögghærðra hunda er gljáandi og feldhárin eru stíf, ekki meira en 2 sentímetrar að lengd.

Smelltu hér til að sjá Ræktunarmarkmið FCI fyrir griffon-hunda (á ensku).


© Halastjörnu-ræktun. Allur réttur áskilinn.
Vinsamlegast virðið höfundarrétt og getið heimilda ef þið notið efni af síðunni.
Ef þú rekst á mynd sem varin er af höfundarrétti, vinsamlegast tilkynntu okkur það og við fjarlægjum myndina eins fljótt og auðið er.
Ef þú hefur ábendingar um það sem betur mætti fara á síðunni okkar, þiggjum við góðar ábendingar með þökkum.
Vefsíða: Anja B. Kristinsdóttir