Hundarnir, myndasafn, sřningar, ŠttbŠkur...Kettirnir, myndasafnUm Brynju og fjölskylduSkrifa­u endilega Ý gestabˇkina!Ţmsar greinar eftir BrynjuMinning um fallna vini┴hugaver­ir tenglar  

Af hverju valdi ég griffon?

Mig hafði lengi langað að eignast lítinn hund og las mér mikið til, auk þess að skoða ýmsa smáhunda bæði hér heima og erlendis.

Þegar ég sá griffon í fyrsta sinn árið 2002, fékk ég gæsahúð, aukaslag í hjarta og skjálfta í hnén. Mér fannst þessir hundar ómótstæðilegir í útliti, með sína apalegu ásjónu, auk þess sem þeir virtust vera lífsglaðir og hressir. Hvort tveggja hentaði mér.

Ég hafði verið ágætur viðskiptavinur Amazon.com fram að þessu, en nú varð ég verulega góður viðskiptavinur, því ég keypti og las allt sem ég komst yfir um þessa tegund. Ekki dvínaði áhuginn við það, heldur jókst hann.

Í ljós kom að þetta eru heilsuhraustir hundar, glaðlyndir, mjög húsbóndahollir og langlífir. Þeir hafa ekki verið ofurvinsælir eins og sumar aðrar hundategundir og því hefur ræktun þeirra haldist innan skynsemismarka, en mér hefur stundum fundist að „vinsælar” tegundir líði fyrir skort á metnaði í ræktun, því miður.

Engir griffon-hundar voru á Íslandi á þessum tíma, svo ljóst var að ég yrði að flytja inn hund, ef ég ætlaði að eignast griffon.

Ég skoðaði heimasíður ræktenda hvarvetna í Evrópu og sat við griffonhringi á öllum sýningum sem ég sótti, spjallaði við ræktendur og kynntist nokkrum hundum lítillega. Griffon er hundategund sem vinnur verulega á við viðkynningu, því þeir hafa ótrúlega sterkan persónuleika.

Ég komst að þeirri niðurstöðu að breskir griffon-hundar væru af þeirri tegundagerð sem heillaði mig mest. Einkum var það höfuðlagið og svipurinn sem mér þótti eftirsóknarverður hjá bresku hundunum, auk þess sem ég sá marga vel byggða hunda þaðan.

Ég ræddi við nokkra dómara sem ég treysti og vissi að þekktu til þessarar tegundar og spurðist fyrir um ábyrga og góða ræktendur, því ég vissi í raun ekki hvar ég ætti að drepa niður fæti. Ég fékk góðar ráðleggingar og fylgdi þeim.

Í Svíþjóð hafa margir byggt ræktun sína á hundum frá Bretlandi, svo mér fannst góður kostur að leita þangað, enda eru Svíar þekktir fyrir að huga vel að heilbrigði hundanna sinna, auk útlits.

Framhaldið er þekkt, ég á griffon-hunda. . . og flutti fyrsta hund þessarar tegundar til Íslands, snögghærðu tíkina Vendettas Bon Bon, sem varð íslenskur meistari aðeins 17 mánaða að aldri og varð fyrsti íslenski meistarinn af þessari tegundDýrin okkar eru tryggð hjá VísAgria dýravernd
Upplýsingar um tryggingar fyrir dýrin: brynjat@vis.is

© Halastjörnu-ræktun. Allur réttur áskilinn.
Vinsamlegast virðið höfundarrétt og getið heimilda ef þið notið efni af síðunni.
Ef þú rekst á mynd sem varin er af höfundarrétti, vinsamlegast tilkynntu okkur það og við fjarlægjum myndina eins fljótt og auðið er.
Ef þú hefur ábendingar um það sem betur mætti fara á síðunni okkar, þiggjum við góðar ábendingar með þökkum