Hundarnir, myndasafn, sřningar, ŠttbŠkur...Kettirnir, myndasafnUm Brynju og fjölskylduSkrifa­u endilega Ý gestabˇkina!Ţmsar greinar eftir BrynjuMinning um fallna vini┴hugaver­ir tenglar  

Griffon I Hinir hundarnir I Sýningar I Ættbækur I Myndasafn I Fyrstu dýrin

Fyrstu dýrin
Fyrsta hundinn minn eignaðist ég um tvítugt, árið 1984 þegar ég bjó í Torino á Ítalíu. Raunar var ég svo lánsöm að eignast þrjá hunda á þessum tíma, tvo þýska fjárhunda og yndislegan, en pínu óþægan blending.

Ég hafði frá barnsaldri þráð að eignast hund, en hafði ekki aðstöðu til þess fyrr en ég flutti úr foreldrahúsum, enda höfðu foreldrar mínir engan áhuga á hundum eða öðrum gæludýrum.

Þeir sættu sig þó við skjaldböku, páfagauk og kött, enda hefði það líklega talist ill meðferð á börnum að neita mér alfarið um dýrahald, svo einlægur var áhuginn.

Mér finnst börnin mín lánsöm að fá að alast upp með hundum og er sannfærð um að samskipti þeirra við hundana kenna þeim ýmislegt sem ekki er hægt að læra í skóla.

Sjálf ráðgeri ég að búa með hundum það sem eftir er ævinnar, því segja má að hundlausa tímabilinu í lífi mínu hafi lokið fljótlega eftir að ég setti upp stúdentshúfuna í Verzlunarskóla Íslands vorið 1983.


Unglingurinn Brynja með snæhvíta gárann Tarzan sem bjó um árabil með
fjölskyldunni og var óvenju spakur. Hann var ákaflega mannelskur og
undi sér best meðal heimilisfólksins.

Samsöngur.
15 ára með læðunni Flugu sem ég smyglaði inn á heimilið með
lygasögu um að læðunni yrði lógað ef hún fengi ekki heimili.

Ricco eldri (þýskur fjárhundur)

Ricco var gerðarlegur þýskur fjárhundur og ákaflega góður varðhundur, auk þess að vera yndislegur félagi.

Ricco hafði aðsetur utandyra, eins og títt er um varðhunda í einbýlishúsahverfum á Ítalíu, og tók hlutverk sitt sem varðhundur mjög alvarlega. Hann gætti bæði húss og íbúa, og lét vita af öllum mannaferðum í nágrenninu. Auk þess var hann ákaflega ljúfur fjölskylduhundur.

Ricco þjáðist af alvarlegu mjaðmalosi og var svæfður fimm ára gamall.


Ricco yngri (þýskur fjárhundur)

Ricco yngri á vaktinni sem varðhundur, en Cero gamli hvílir lúin bein hægra megin.

Fjölskyldan var viðþolslaus og miður sín eftir að Ricco eldri var svæfður og því var ákveðið að fá aftur annan hund, sömu tegundar.

Ræktandinn átti einmitt hvolpa á þessum tíma, svo það var auðsótt mál að fá kátan, lítinn hvolp hjá honum. Hann fékk sama nafn og sá gamli, sem ég tel, eftirá að hyggja að hafi verið mistök.

Það tók mig langan tíma að tengjast Ricco yngri, því hann stóðst ekki samanburð við hinn eldri. Ég áttaði mig síðar á því að í raun ætlaði ég unga hundinum að koma í stað hins gamla. Vitaskuld var það ómögulegt, heimskulegt og óskaplega ósanngjarnt, en ég gerði mér ekki grein fyrir því á þessum tíma. Smám saman urðum við Ricco yngri ágætir félagar, þ.e. eftir að ég sætti mig við að hann væri ekki gamli hundurinn, heldur annar einstaklingur.


Blendingurinn Cero

Blendingshundurinn Cero á gamals aldri. Hann lifði til 17 ára
aldurs og eignaðist talsverðan fjölda afkvæma, nágrönnum okkar
til mikils ama.


Hvíti og brúni blendingurinn Cero var óskaplega ljúfur, handónýtur varðhundur, en þeim mun betri félagi og fjölskylduhundur, þegar honum hugnaðist að hlýða.

Á þeim 17 árum sem hann lifði gerði hann nágrönnum okkar oft gramt í geði með því að para tíkurnar þeirra, en þefskyn hans var með ólíkindum þegar lóðatíkur voru annars vegar. Þeir voru ófáir blendingarnir sem komu í heiminn í hæðum Torino-borgar og nágrenni á æviskeiði Cero.

Vissulega hefði átt að gelda Cero á unga aldri, en húsbóndanum á heimilinu þótti sú tilhugsun ómöguleg og fyrir vikið varð Cero margra hvolpa faðir, tíkareigendum í hverfinu til mikillar armæðu.© Halastjörnu-ræktun. Allur réttur áskilinn.
Vinsamlegast virðið höfundarrétt og getið heimilda ef þið notið efni af síðunni.
Ef þú rekst á mynd sem varin er af höfundarrétti, vinsamlegast tilkynntu okkur það og við fjarlægjum myndina eins fljótt og auðið er.
Ef þú hefur ábendingar um það sem betur mætti fara á síðunni okkar, þiggjum við góðar ábendingar með þökkum.
Vefsíða: Anja B. Kristinsdóttir