Hundarnir, myndasafn, sřningar, ŠttbŠkur...Kettirnir, myndasafnUm Brynju og fjölskylduSkrifa­u endilega Ý gestabˇkina!Ţmsar greinar eftir BrynjuMinning um fallna vini┴hugaver­ir tenglar  

   
Griffon I Hvolparnir I Dvergschnauzer I Sýningar I Ættbækur I Myndasafn I Fyrstu dýrin


 

Fréttir

Febrúar 2011

Hundunum okkar gekk vel á alþjóðlegri sýningu í Reykjavík þegar Horst Kliebenstein frá Þýskalandi dæmdi griffon-hundana. CIB ISCH Vendettas Bon Bon, snögghærða tíkin okkar keppti í meistaraflokki og varð besti hundur tegundar, BOB og fékk 6. alþjóðlega meistarastigið sitt (CACIB).

CIB SUCH ISCH Vendettas Overlord (Ove) keppti í meistaraflokki Griffon Bruxellois og varð besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni (dóttir hans sigraði) og fékk 9. alþjóðlega meistarastigið sitt (CACIB). Hann var síðan sýndur með þremur afkvæmum, fékk heiðursveðrlaun og var með BIS 3 afkvæmahóp dagsins hjá Mrs Ligita Zake frá Lettlandi.

CIB ISCH Halastjörnu Brynfríður Borubratta (Fríða Fríð) stóð sig eins og hetja og varð BOB um leið og hún krækti sér í 5. alþjóðlega meistarastigið sitt (CACIB). Hún varð jafnframt í 3. sæti í tegundahópi 9 og virðist alltaf hafa jafn gaman af því að taka þátt í sýningum.

Halastjörnu Gellan hún Gilitrutt (Gellan) keppti í unghundaflokki og nældi sér í 3. íslenska meistarastigið sitt. Hún fékk jafnframt vara-CACIB sem nýtist henni, þar sem Fríða Fríð er þegar orðinn alþjóðlegur meistari. Hún var 2. besta tík tegundar og fékk frábæra dóma hjá Horst Kliebenstein.

Litla skottan okkar, Rosetopp's Chanel (Stína Fína) stóð sig eins og hetja í ungliðaflokki og fékk einkunnina Excellent.

Halastjörnu Dr. Mill-Jón Einars stóð sig líka mjög vel og fékk einkunnina Excellent, þannig að við vorum afar ánægð eftir sýninguna og hundarnir líka, enda fá þeir alltaf extra dekur eftir hundasýningar, sama hvernig gengur.

 

Janúar 2011

Halastjörnu Meistari Jakob (Yasha) varð rússneskur ungliðameistari þegar hann fékk 4. meistarastigið sitt, aðeins 11 mánaða gamall. Hann varð BOB í annað sinn á stutri ævi gerði gott betur þegar hann sigraði í tegundahópi 9. Dómari var A.Hachaturyan frá Rússlandi. Hann var BIS 3 meðal fullorðinna hunda og BIS 3 ungliði, en yfir 30 BOB ungliðar tóku þátt í þeirri keppni. Við erum ákaflega stolt af góðum árangri hans og samgleðjumst eiganda hans í Moskvu.

Nóvember 2010

Halastjörnu Meistari Jakob (Yasha), sem flutti til Rússlands var besti hvolpur sýningar í Moskvu í september. Hann tók þátt í tveimur sýningum í nóvember og fékk Junior CAC á báðum sýningum, sem er meistarastig ungliða. Að auki varð hann BOB á all breeds sýningu i Moskvu.

Við erum ákaflega ánægð með árangur Yasha og glöð að vita af honum í góðum höndum í Rússlandi.

Alþjóðleg sýning var haldin í Reykjavík og gekk hundunum okkar mjög vel. Dómari var Birgitta Svarstadt frá Svíþjóð.

ISCh Halastjörnu Brynfríður Borubratta var BOB með CACIB og var þar að auki í 2. sæti í keppninni í tegundahópi 9. Hún varð alþjóðlegur meistari á þessari sýningu, fyrst griffonhunda sem fæddir eru á Íslandi.

BOS með CACIB var meistarinn okkar og pabbi Brynfríðar, Ch. Vendettas Overlord.

Gellan, Halastjörnu Gellan hún Gilitrutt fékk íslenskt meistarastig og var önnur besta tík tegundar.

Ove og Fríða tóku þátt í parakeppni og voru annað besta par dagsins.

Litla skottið okkar, Rosetopp's Chanel (Stína Fína) var besti hvolpur tegundar í aldursflokki 4 - 6 mánaða og rúllaði sér síðan upp í 2. sætið í keppninni um besta ungviði dagsins.

Snögghærðu hundunum okkar gekk ekki jafn vel og þeim strýhærðu. Ch. Vendettas Bon Bon fékk excellent og Halastjörnu Séra Sófus fékk einkunnina Very good. Dómaranum þótti hann fallegur en of feiminn og hlédrægur í sýningahringnum.

Ágúst 2010

Sóley tók þátt í keppni ungra sýnenda með frábæran hund, WW-08 SE V-05 GBCh Brevelay Born To Run , eða Pepper eins og hann er kallaður dags daglega. Hann er af tegundinni Basset Fauve de Bretagne og voru þau þau í 6 manna úrtaki.

Enski dómarinn Brenda Banburry dæmdi griffonhundana á alþjóðlegri sýningu í ágúst 2010.

BOB með CACIB var Halastjörnu Brynfríður Borubratta og BOS var pabbi hennar, Ch. Vendettas Overlord.

Ch. Vendettas Bon Bon var BOB meðal snögghærðra griffonhunda og fékk síðasta alþjóðlega meistarastigið sitt og varð þar með alþjóðlegur meistari.

Ove fékk heiðursverðlaun fyrir afkvæmahópinn sinn og fór úrslit með þremur afkvæmum sínum, Ch. Halastjörnu Brynfríði Borubröttu, Halastjörnu Gellunni henni Gilitrutt og Halastjörnu Dr. Mill-Jóni Einars og urðu þau besti afkvæmahópur dagsins.

Júlí 2010

Hundafjölskyldan stækkaði óvænt þegar okkur stóð til boða að fá til okkar dásamlega litla tík, Rosetopps Chanel sem er dóttir INTuCH SUCH ISCH Vendettas Overlord og Vendettas Mirage. Sú stutta er ákaflega efnileg að okkar mati og sérstaklega skemmtilegur hvolpur. Við erum þakklát fyrir að Klara skuli treysta okkur fyrir henni.

Júní 2010

Á hundasýningu HRFÍ í júní, sá breski dómarinn Jeff Horswell um að dæma griffonhundana. Hundunum okkar gekk mjög vel og erum við þakklát fyrir jákvæða og góða dóma.

Griffon Bruxellois (stríhærður griffon):

BOB (besti hundur tegundar) var ISCH Halastjörnu Brynfríður Borubratta, sem var nú í meistaraflokki í fyrsta sinn. Hún var jafnframt í 7 hunda úrtaki í úrslitum í tegundahópi 9, sem Torbjörn Skaar frá Svíþjóð dæmdi.

BOS (besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni) var ungliðinn okkar, Halastjörnu Dr. Mill-Jón Einars sem fékk sitt fyrsta meistarastig, aðeins 9 mánaða gamall. Alexander Kristinsson, einn eigenda Milla, eins og hann er kallaður, sýndi hundinn af mikilli snilld og yfirvegun.

Önnur besta tík tegundar var ungliðatíkin okkar, sem gengur undir nafninu Gellan, en heitir fullu nafni Halastjörnu Gellan hún Gilitrutt. Hún fékk fyrsta meistarastigið sitt á þessari sýningu.

Annar besti rakki tegundar var pabbi hvolpanna okkar, meistarinn INTuCH SUCH ISCH Vendettas Overlord, sem fékk einkunnina verðugur meistari.

Petit Brabançon (snögghærður griffon):

Mamma hvolpanna okkar, íslenski meistarinn ISCH Vendettas Bon Bon var BOS (besti hundur tegundar) og fékk einkunnina verðugur meistari.

Hún sýndi jafnframt þrjú stríhærð afkvæmi sín, þau Fríðu, Gellu og Milla og fékk hópurinn heiðursverðlaun, auk þess sem gríski dómarinn Georgious Kostopoulos heiðraði þau sem besta afkvæmahóp dagsins. Ungu sýnendurnir Sóley Ragna Ragnarsdóttir, Alexander Kristinsson og Snæþór Kristinsson stóðu sig eins og hetjur í sýningunni og eru þeim færðar bestu þakkir fyrir aðstoðina.

Fallegi snögghærði rakkinn okkar, Halastjörnu Séra Sófus fékk einkunnina excellent hjá breska dómaranum Jeff Horswell.

Í júní flutti yndislegur hvolpur til Rússlands, þar sem við vonum að hann muni eiga bjarta og góða framtíð. Það er Halastjörnu Meistari Jakob, sem kallaður er Yasha. Hann býr í Moskvu og við fylgjumst spennt með lífi hans á framandi slóðum.

Apríl 2010

Litla og skemmtilega dvergschnauzer-tíkin okkar, Helguhlíðar Þorgerður Katrín flutti að heiman, til Klöru Hafsteinsdóttur sem er með Rosetopps-ræktun. Það var ljúfsárt að skilja við Kötu, en við fylgjumst vel með henni og hún er hamingjusöm í sveitinni hjá Klöru og unir sér vel með hundum, hestum, hænsnum og naggrísum!

 

Mars 2010

Brynja gekk í stjórn smßhundadeildar HRFÍ.

Febrúar 2010

Í lok febrúar var alþjóðleg hundasýning og dæmdi hinn virti norski dómari, Espen Engh, griffon-hundana.

Fríða Fríð (Halastjörnu Brynfríður Borubratta) var BOB með CACIB og var í 3. sæti í stórglæsilegum tegundahópi 9.

Hún fékk 6. íslenska meistarastigið sitt á sýningunni og þar sem þetta var fyrsta stigið sem hún fékk eftir tveggja ára aldur, var hægt að sækja um íslenskan meistaratitil fyrir hana.

Fríða Fríð er fyrsti griffon-hundurinn, sem ræktaður er á Íslandi og fær íslenskan meistaratitil.

Meistarinn okkar og pabbi Fríðu, Ch. Vendettas Overlord var BOS, þ.e. besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni og fékk jafnframt CACIB (alþjóðlegt meistarastig).

Báðir hvolparnir okkar, Halastjörnu Gellan hún Gilitrutt (Gella) og Halastjörnu Dr. Mill-Jón Einars (Milli) fengu heiðursverðlaun. Þau voru einu griffonhvolparnir sem fengu heiðursverðlaun og vorum við því afar þakklát. Gella var besti hvolpur tegundar og gerði gott betur, þegar hún varð 3. besti hvolpur dagsins hjá Zlatko Kraljic frá Króatíu sem dæmdi í úrslitakeppni hvolpa.

Snögghærði rakkinn okkar, Halastjörnu Séra Sófus fékk einkunnina Very Good.

Dvergshcnauzer-tíkin okkar, hún Kata fékk einkunnina Excellent hjá sænska dómaranum Benny Bild.

11. febrúar kom lítill hvolpastrákur í heiminn, sem hefur hlotið nafnið Meistari Jakob. Hann var 174 g, heilbrigður og dásamega fallegur. Foreldrar hans eru meistararnir okkar, CIB Se Uch Isch Vendettas Overlord (Ove) og Isch Vendettas Bon Bon (3 CACIB)

Desember 2009 - Stigahæsti ræktandi ársins hjá smáhundadeild HRFÍ

Við vorum mjög stolt þegar í ljós kom að við vorum stigahæstu ræktendur ársins innan smáhundadeildar HRFÍ. Það var frábær árangur Halastjörnu Brynfríðar Borubröttu og Halastjörnu Séra Sófusar sem gerði þetta að verkum.

Við fengum verðlaunagripi og góðar gjafir á uppskeruhátíð deildarinnar og þökkum við kærlega fyrir okkur.

Sófus fékk tvö meistarastig á árinu og Brynfríður fimm, auk þess sem hún var tvisvar í verðlaunasæti í tegundahópi 9. Við erum þakklát fyrir góða dóma á árinu og ekki síður fyrir þá góðu hunda sem við fengum til landsins frá Svíjóð og lagt hafa grunn að griffon-ræktun okkar.

Nóvember 2009 - Augnskoðun

Halastjörnu Brynfríður Borubratta (Fríða- Griffon Bruxellois) og Helguhíðar Þorgerður Katrín (Kata, miniatue schnauzer) fóru í augnskoðun. Engin merki um augnsjúkdóma greindust hjá þeim.

Október 2009 - Alþjóðleg hundasýning

Alþjóðleg haustsýning HRFÍ var haldin 3. og 4. október og hófst á keppni ungra sýnenda Sóley tók þátt í keppninni og sýndi ungu griffontíkina okkar, Halastjörnu Brynfríði Borubröttu. Þeim gekk mjög vel og voru í 4 manna úrtaki í yngri flokki. Dómari var Hugo Quevedo frá Perú og fór Sóley síðan á námskeið hjá honum í framhaldinu, þar sem hún lærði heilmargt.

Sú Borubratta var besti hundur tegundar (BOB) og fékk bæði íslenskt og alþjoðlegt meistarastig (CACIB). Dómari var Vincent O'Brian frá Írlandi.

Ove fékk einkunnina Excellent og var verðugur meistari með CK

Séra Sófus fékk einkunnina Excellent.

Friða og Ove tóku þátt í keppninni um besta parið og unnu hana.

Dvergschnauzertíkin okkar, Kata, fékk mjög fína dóma, einkunnina Excellent og CK.

Sóley tók að sér að sýna alla hundana okkar og gerði það með miklum sóma

Þessa helgi var Brynja í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Ohio, þar sem hún hélt m.a. fyrirlestur um mikilvægi þess að huga að skapgerð í hundarækt og kynnti skapgerðarmat. Í tilefni af fyrstu sýningu sem Félag íslenska fjárhundsins í Bandaríkjunum hélt (ISAA), var boðið upp á stórglæsilega og viðamikla dagskrá fyrir hundaeigendur, ræktendur og dómara. Sjá nánar á heimasíðu félagsins: http://www.icelanddogs.com/

Ágúst 2009 - Tvöföld afmælissýning

Helgina 22. og 23. ágúst var haldin tvöföld sýning í tilefni af 40 ára afmæli HRFÍ.

Sóley Ragna tók þátt í keppni ungra sýnenda með Halastjörnu Brynfríði Borubrottu. 25 ungmenni voru skráð til keppni í yngri flokki hjá Auði Sif Sigurgeirsdóttur dómara. Sóley varð í 4 manna úrslitum í keppninni.

Ake Cronander frá Svíþjóð dæmdi griffon-hundana á laugardegi. Halastjörnu Brynfríður Borubratta var BOB með íslenskt meistarastig og var í 6 hunda úrtaki í tegundahópi 9 hjá Ake Cronander.

CIB SUCH ISCH Vendettas Overlord var BOS.

Halastjörnu Séra Sófus var BOB í hópi snögghærðra griffonhunda og fékk sitt annað meistarastig.

Sunnudaginn 23. ágúst dæmdi Marie Petersen frá Danmörku griffon-hundana og valdi hún Brynfríði sem BOB. Hún dæmdi jafnframt tegundahóp 9 og varð Brynfríður í 2. sæti hjá henni í þessum fallega tegundahópi.

13. ágúst komu í heiminn tveir hvolpar, tík sem kölluð er Gellan hún Gilitrutt (Gella) og rakki sem kallaður er Dr. Mill-Jón Einars (Nonni). Hugsanlega verður nöfnum þeirra breytt þegar fram líða stundir.

Foreldrar hvolpanna eru meistararnir okkar, Vendettas Overlord (Griffon Bruxellois) og Vendettas Bon Bon (Petit Brabançon) svo hvolparnir geta orðið stríhærðir eins og pabbinn, eða snögghærðir eins og mamman. Feldlitur þeirra er sérlega fallega rauður..

Júní 2009

Sumarsýning HRFÍ var í Víðidal helgina 27. - 28. júní.

Sóley tók þátt í keppni ungra sýnenda og var í 20 manna hópi yngri keppenda. Hún fékk að sýna St. Bernharðshundinn ISW-08 ISCH Bernegarden´s Prince Of Thieves, sem dags daglega gengur undir nafninu Kevin. Sóley dýrkar þennan hund og nýtur þess að vera með honum. Þau náðu þeim góða árangri að vera í fjögurra manna úrslitum í yngri flokki hjá Önnu Francescu Rósudóttur sem dæmdi að þessu sinni.

Helguhlíðar Þorgerður Katrín, litla dvergschnauzertíkin okkar fékk einkunnina Excellent í opnum flokki hjá svissneska dómaranum Christine Rossier-Feuz. Hún var síðan sýnd í afkvæmahópi ásamt systrum sínum og móður, Díönu frá Ólafsvöllum og var hópurinn í þriðja sæti.

Ungverski dómarinn Dr. Tamas Jakkel dæmdi griffonhundana og virtist hann mjög hrifinn af hundunum okkar. Stríhærði rakkinn okkar, CIB Such Isch Vendettas Overlord (Ove) var verðugur meistari og besti rakki tegundar. Dóttir hans, Halastjörnu Brynfríður Borubratta (Fríða Fríð) skaut honum síðan ref fyrir rass og varð BOB eða besti hundur tegundar. Hún var 17 mánaða á sýningunni og fékk sitt annað íslenska meistarastig.

Saman fóru feðginin í parakeppni og voru þar í öðru sæti í keppni um besta par dagsins, á eftir mjög fallegu border collie-pari.

Þegar kom að snögghærðu hundunum, mætti Halastjörnu Séra Sófus galvaskur á svæðið og nældi sér í íslenskt meistarastig. Hann var besti rakki tegundar, en laut síðan í lægra haldi fyrir mömmu sinni, Isch Vendettas Bon Bon sem varð besti hundur tegundar (BOB).

Við vorum að vonum ánægð með árangur allra hundanna okkar og sérstaklega stolt af því að báðir ungu hundarnir úr okkar ræktun (Fríða Fríð og Sófus) skyldu fá meistarastig hjá jafn virtum dómara og dr. Tamas Jakkel.

Maí 2009

Í lok maí fóru Brynja og Sóley til Svíþjóðar, á árlega deildarsýningu sænsku griffon-deildarinnar. Ennfremur sátu þær ársfund deildarinnar og tóku þátt í umræðum um ræktun griffonhunda ásamt dómurum og meðlimum deildarinnar. Að venju var ákaflega ánægjulegt að fylgjast með sýningunni, þar sem sýndir vour hátt í 90 griffonhundar.

Svíar, sem til þessa hafa einkum leitað til Finnlands og Bretlands í leit að nýjum ræktunardýrum, eru augljóslega farnir að beina sjónum sínum til Bandaríkjanna og voru nokkrir afar fallegir hundar þaðan á sýningunni.

Keppni ungra sýnenda var haldin í fyrsta sinn á vegum griffondeildarinnar og tóku nokkrir krakkar þátt, frá Noregi og Svíþjóð, auk Sóleyjar sem var sú eina sem kom frá Íslandi. Hún fékk að láni stórskemmtilega snögghærða tík, Such Vendettas Bonza Bird, sem er mamma tíkarinnar okkar, Bon Bon. Þær gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í keppninni og fengu að launum bikar, rósettu og mikið lof frá viðstöddum. Sóley fékk meira að segja nokkur atvinnutilboð um að annast og sýna griffonhunda hjá ræktendum í Svíþjóð.

25. maí gaut Vendettas Mirage (Mirra) fjórum fallegum hvolpum undan C.I.B. Such Isch Vendettas Overlord. Þrjár tíkur komu í heiminn og einn rakki. Heimasíða Rosetopps-ræktunar er hér.

Augnskoðun var í boði HRFÍ í byrjun maí. Meistararnir okkar, Isch Vendettas Bon Bon og C.I.B. Such Isch Vendettas Overlord fóru í skoðun. Engin merki sáust um augnsjúkdóma hjá þeim.

Halastjörnu Séra Sófus fór einnig í augnskoðun og ekki sáust nein merki um augnsjúkdóma hjá honum.

Mars 2009

Vorsýning HRFÍ var ánægjuleg fyrir okkur og gekk hundunum okkar vel.

Isch Vendettas Bon Bon var BOB (Besti hundur tegundar) og fékk CACIB (alþjóðlegt meistarastig). Það er í þriðja sinn sem hún fær alþjóðlegt meistarastig.

C.I.B. Isch Such Vendettas Overlord var BOB (Besti hundur tegundar) og fékk CACIB. Það er 5. alþjóðlega meistarastigið hans.

Hann var fallegur fulltrúi tegundarinnar í úrslitum í tegundahópi 9 þar sem samankomnir voru 18 stórglæsilegir hundar. Hann stóð uppi sem sigurvegari í þeirri keppni og er það í fyrsta sinn sem Griffon-hundur fer í verðlaunasæti í keppni í tegundahópi. Við erum ákaflega ánægð með þann árangur og stolt af Ove.

Ungliðinn okkar, Halastjörnu Brynfríður Borubratta, 13 mánaða var BOS (Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni) og fékk íslenskt meistarastig. Hún er of ung til að fá CACIB, svo hin fallega Vendettas Mirage (Mirra) fékk alþjóðlega stigið.

Feðginin Ove og Brynfríður voru jafnframt besta par dagsins í augum enska dómarans Frank Kane.

Litla sæta dvergschnauzertíkin okkar, Helguhlíðar Þorgerður Katrín var BOS (Besti hundur tegundar af gagnstæðu kyni) og fékk bæði íslenskt og alþjóðlegt meistarastig (CACIB). Er það þriðja íslenska og fyrsta alþjóðlega meistarastigið hennar, en Kata er aðeins 21 mánaða gömul. Pabbi hennar, Scedir Edgarallanrpoe (Edo) var Besti hundur tegundar og fékk CACIB, svo nú er hægt að sækja um alþjóðlegan meistaratitil fyrir hann. Hann gerði raunar gott betur og var í verðlaunasæti í tegundahópi 2.

Keppni ungra sýnenda var að vonum skemmtileg og var Sóley með Vatnsenda Orku, yndislega enska pointertík í þeirri keppni. Hún var í fjögurra manna úrtaki í yngri flokki en var ekki í verðlaunasæti þegar sigurvegarar í yngri og eldri flokki öttu kappi.

September 2008

Helguhlíðar Þorgerður Katrín tók þátt í opinni sýningu 20. september þar sem Yvonne Ljungqvist frá Svíþjóð dæmdi. Kata gerði sér lítið fyrir og varð besti hundur tegundar.

Sóley tók þátt í keppni ungra sýnenda, sem Auður Valgeirsdóttir dæmdi. Sóley sýndi stórglæsilegan St. Bernharðshund sem gegnir nafninu Kevin en heitir því virðulega nafni ISW-08 ISCH Bernegarden´s Prince Of Thieves. Þeim gekk mjög vel og varð Sóley í fimmta sæti af 19 þáttakendum.

Haustsýning HRFÍ var haldin í Reykjavík 27. - 28. september. Hundum okkar gekk mjög vel. Annaliisa Heikkinen frá Finnlandi dæmdi griffon-hundana og Agnes Kertes Ganami frá Ísrael dæmdi schnauzer-hundana.

Ove (Such Isch Vendettas Overlord), stríhærði rakkinn okkar varð besti hundur tegundar. Hann fékk 4. alþjóðlega meistarastigið sitt (CACIB) og höfum við því sótt um alþjóðlegan meistaratitil fyrir hann hjá FCI. Mexíkóski dómarinn Juan Luis Martinez Gutierrez dæmdi tegundahóp 9 og valdi Ove í hóp 6 hunda í úrslitum.

Bon Bon (Isch Vendettas Bon Bon), snögghærða tíkin okkar, varð besti hundur tegundar og fékk CACIB, alþjóðlegt meistarastig.

Litla stríhærða hvolpaskottið okkar, Fríða (Halastjörnu Brynfríður Borubratta) varð besti hvolpur dagsins að mati Agnesar Kertes Ganami sem dæmdi hvolpana í úrslitum.

Snögghærði hvolpurinn okkar, Sófus (Halastjörnu Séra Sófus) sem er í eigu Rúnars Lund og Magnúsar Þorgrímssonar, varð besti hvolpur tegundar, fékk afar fallega umsögn og heiðursverðlaun.

Dvergschnauzer-tíkin okkar, Kata (Helguhlíðar Þorgerður Katrín) sem keppti í ungliðaflokki, fékk framhaldseinkunn (meistaraefni) og mjög fallegan dóm.

Sóley tók þátt í keppni ungra sýnenda með St. Bernharðshundinum ISW-08 ISCH Bernegarden´s Prince Of Thieves, eða Kevin eins og hann er kallaður dags daglega. Þeim gekk ágætlega og var Sóley í hópi 10 sýnenda í undanúrslitum. Dómari var Madalene Thorman frá Svíþjóð. Góðu fréttirnar voru þær að Kevin varð besti hundur sýningar og lét ekki þar við sitja, heldur stóð uppi sem stigahæsti hundur ársins. Sóley var að vonum mjög ánægð með þann árangur og bæði þakklát og stolt yfir því að hafa fengið að vera með Kevin í keppni ungra sýnenda.

Júní 2008

Rafael de Santiago frá Puerto Rico dæmdi bæði dvergschnauzer og griffonhunda á sumarsýningu HRFÍ.

Hundunum okkar gekk mjög vel.

Helguhlíðar Þorgerður Katrín, 13 mánaða (Kata) var besta tík tegundar. Hún fékk íslenskt meistarastig og er því komin með tvö meistarastig, þrátt fyrir að vera enn í ungliðaflokki.

SUCH Vendettas Overlord, Griffon Bruxellois-rakkinn okkar fékk íslenskt meistarastig og var besti hundur tegundar. Hann er nú orðinn íslenskur (og sænskur) meistari.

Petit Brabançon-tíkin okkar, ISCH Vendettas Bon Bon var besti hundur tegundar.

Við vorum spennt að sýna hvolpana okkar í fyrsta sinn og ákaflega ánægð með árangurinn: Halastjörnu Séra Sófus var besti hvolpur tegundar (Petit Brabançon) og systir hans, Halastjörnu Brynfríður Borubratta (Griffon Bruxellois) var líka besti hvolpur tegundar og jafnframt 3. besti hvolpur dagsins.

SUCH ISCH Vendettas Overlord (Ove) varð pabbi sama dag og hann varð íslenskur meistari, því litla vinkona okkar, hún Vendettas Mirage hjá Rosetopps-ræktun gaut tveimur heilbrigðum og fallegum hvolpum þennan dag. Hvolparnir hafa þegar fengið heimili og engir hvolpar eru til sölu hjá okkur um þessar mundir.

Sóley Ragna 12 ára tók þátt í keppni ungra sýnenda með ensku pointertíkinni Vatnsenda Orku og varð í 3. sæti.

 

á

 

 

 


© Halastjörnu-ræktun. Allur réttur áskilinn.
Vinsamlegast virðið höfundarrétt og getið heimilda ef þið notið efni af síðunni.
Ef þú rekst á mynd sem varin er af höfundarrétti, vinsamlegast tilkynntu okkur það og við fjarlægjum myndina eins fljótt og auðið er.
Ef þú hefur ábendingar um það sem betur mætti fara á síðunni okkar, þiggjum við góðar ábendingar með þökkum.
Vefsíða: Anja B. Kristinsdóttir